Veturinn 2013-2014

Nú er skólaárið að vera búið og því ágæt að horfa yfir farinn veg. Ég er búin að velja 8 verkefni eins og íslensku, stærðfræði og ensku. Endilega lesið.

 

 Veturinn

 

Í vetur lærði ég mikið eins og í stærðfræði lærði ég um tugabrot, almenn brot, margföldun  og deilingu. Stærðfræði er uppáhalds tíminn minn, en getur samt stundum verið erfitt. Ég lærði líka ensku í vetur, þar gerði ég My favorite animal sem er gíraffi, ég gerði líka My best friend sem er Andrea, hún er mjög skemmtileg og klár. Í ensku eru við líka að læra í bókum, þær heita Hickory, Dickory og Dock, sem eru þrjá bækur. Ég er líka í íslensku, þar lærum við stafsetning, Málrækt, Mál í mótun, ferilritun og yndislestur.  Í stafsetningu lærði ég reglur eins og ng og nk, y og þannig. Mál í mótun er skemmtileg bók sem við skrifum í. Nú mun ég segja frá fimm skemmtilegum hlutum.

 

Íþróttir, sund, útileikir og tónmennt:

Íþróttir, sund, útileikir og tónmennt eru mjög skemmtilegt. Ég byrjaði í útileikjum og svo fór ég í tónmennt, svo í íþróttir og að lokum í sund, við förum tvisvar sinnum í allt.

 

 

 

 

 

Benjamín dúfa:

Benjamín dúfa, eða reyndar kalla ég hana Benna bíbí,  er bók sem við í 6.bekk erum að lesa. Hún er um fjóra stráka, Benjamín, Andrés, Baldi og Róland. Þeir verða riddarar og berjast gegn ranglæti með réttlæti.

 

Bloggsíðan:

Við í 6.bekk erum komin með bloggsíðu. Þar geymum við verkefni eins og ferilritun. Mér finnst það mjög gaman.

 

Bíó:

Við í 6.bekk fórum í bíóferð. Við fóru í strætó í Bíó paradís. Myndin var um ísbirni og rostunga og lífið þeirra. Myndin hét Lífið á norðurskautum.

 

Boot camp:

Við öll í 6.bekk fórum í boot camp, fyrst fóru stelpurnar og svo strákarnir. þar fórum við í leiki og gerðum allskonar æfingar.

 

 

Hvernig mér líður í skólanum:

Mér líður vel í skólanum og í frímó. Ég á marga vinkonur og er aldrei ein í frímó. Erfiðast er enskan, því mér finnst erfitt að skrifa á ensku. Mér finnst skemmtilegast í stærðfræði, hún getur samt verið erfið stundum. Ég er ekki viss af hverju það er uppáhaldið mitt, en það er það. Mér finnst ég vera mjög góð í stærðfræði.

 

Takk fyrir mig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband